Uppgötvið náðargjafir heils hóps af fólki

Með því að hjálpa smáhópi ykkar, vinnuhópi eða söfnuði, að uppgötva gjafir sínar, má efla safnaðarstarfið verulega. Þeir sem taka þátt í þessu ferli fá að reyna Guð að starfi í lífi sínu og í gegnum það með ferskum og ávaxtaríkum hætti. Með gjafakönnuninni verður þessi áskorun spennandi, einföld og ódýr æfing.

Neðar sjáið þið leiðbeiningar sem leiða ykkur, skref fyrir skref, í gegnum ferlið sem gefur þátttakendum könnunarinnar sínar Persónulegu Gjafagreiningar. Þú færð einnig sjálfkrafa afrit af þessum greiningum (sem umsjónarmaður verkefnisins) svo þú getir framkallað Hópgjafagreiningu sem dregur upp meginlínur í gjafasamsetningu hóps ykkar eða safnaðar. Þar að auki sjáið þið nokkrar viðbótar uppástungur um hvernig gera má enn meira úr allri þessari reynslu.

Ef þú vilt halda áfram með þetta ferli þá munt þú vilja vísa til þessarar leiðbeiningarsíðu á ýmsum tímum eftir því sem ferlinu miðar. Merktu því síðuna á vafranum þínum með því að nota „bookmark“ íkonið eða „bookmark menu“ efst á skjánum þínum.

Responsive image

Skrefin

  1. Farðu inn á síðuna Gift Test [Gjafagreining] til að skoða dæmi um Persónulega Gjafagreiningu. Kannski viltu deila þeirri síðu með öðrum sem ættu að vera með í að ákveða um þátttöku.
  2. Aflið ykkur nægra aðgangsmerkja fyrir hópinn ykkar. Þið þurfið 1 merki fyrir hvern þann sem vill uppgötva gjafir sínar. Hægt er að fá góðan magnafslátt. Skoðið volume discounts and obtain tokens [magnafsláttur og að sækja aðgangsmerki].
  3. Takið saman nöfn og netföng þeirra sem ætla að taka gjafakönnunina. Sértu ekki þegar með þessar upplýsingar, gætirðu beðið alla viðkomandi að senda þér netbréf á netfang sem þú gefur upp. Þannig getur þú kallað fram netföng þeirra, efst í netbréfi þeirra í tölvunni þinni.
  4. Gakktu úr skugga um að þú sért örugglega innskráð á reikning þinn á vefsíðunni „3 Color World“.
  5. Eftir að hafa tekið saman lista með nöfnum og netföngum býður þú fólkinu að taka Gjafakönnunina. Könnunin felur í sér að þátttakendur svara öllum gjafakönnunarspurningum sínum og bjóða einnig tveimur eða fleirum að svara stuttri könnun fyrir sig, til að fá utanaðkomandi álit. Hvenær sem einhver lýkur Gjafakönnun sinni, færðu tilkynningu í netpósti og niðurstaða viðkomandi kemur sjálfkrafa inn á „reikning“ þinn þar sem þú ert umsjónarmaður æfingarinnar. Boðsbréfið lætur fólk vita að þetta verði þannig. Það tekur ekki svo langan tíma að svara gjafakönnuninni en sumt fólk bregst dálítið seint við boði, gefðu fólki því góðan tímafrest ef þú vilt hafa niðurstöðurnar tilbúnar fyrir ákveðinn tíma. Eftir að þú hefur sent boðin þín, getur þú fylgst með hvernig viðtökur þau fá.
  6. Þegar allir þátttakendur hafa lokið könnun sinni (eða eins margir og þú væntir að gerðu það), getur þú framkallað hópgjafagreiningu, sem tengir saman allar niðurstöðurnar, eða sérstaka flokka niðurstaðna með því að veljae Advanced Profile [Ítarlegri greining]. Að framkalla hópgjafagreiningu er ókeypis!

Valfrjáls skref

  • Ef þú og nokkrir aðrir viljið hitta fólk, til að ræða persónulegar gjafagreiningar þess, þá er mjög gagnlegt að hafa tiltækt eintak af bókinni Þrír litir þjónustunnar. Í henni eru lýsingar á öllum gjöfunum sem gæti borið á góma í umræðunni og einnig frekari hugmyndir og fræðsla um virkjun þeirra. Einnig er þar ítarlegur kafli, Algengar spurningar, sem gæti hjálpað þér ef þú mætir andstöðu við áherslu á þjónustu sem byggir á náðargjöfum. Bókin fæst sem kilja og henni fylgir alltaf aðgangsmerki fyrir ókeypis netkönnun.
  • Ef þú eða einhver annar vildi hafa námskeið eða flytja röð predikana um náðargjafir, finnið þá í bókinni Þrír litir þjónustunnar hugmyndir um þau atriði sem þið viljið taka fyrir. Ef þið viljið nota myndefni til að krydda með umfjöllunina, leitið þá að tiltæku efni á síðunni Presentations & Artwork [Kynninar og listefni].

Leiðbeiningar um að innleiða þjónustu byggða á náðargjöfum í söfnuði ykkar